Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 880

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
13.04.2022 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Eva Ósk Guðmundsdóttir aðstoðarmaður byggingafulltrúa,
Berglind Guðmundsdóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2104332 - Tunguvegur 4, byggingarleyfi
Guðrún Sif Hannesdóttir sækir 14.04.2021 um heimild til að byggja bílgeymslu við núverandi einblýlishús og breyta glugga á suðurhlið skv. teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 19.03.2021.
Samþykki nágranna að Tunguvegi 2 fylgir.
Samþykki nágranna að Reykjavíkurvegi 39a barst 11.05.2021.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2203638 - Hringhamar 9 og 11, byggingarleyfi
Plúsarkitektar ehf. fh. Byggingarfélags Hafnarfjarðar sækir 23.3.2022 um byggingu matshluta 1 og 2 skv. teikningu Haralds Ingvarssonar dags. 23.3.2022. Matshluti 1 er 36 íbúða hús og matshluti 2 er bílakjallari, bílaplan og skábraut. Byggingin skiptist í tvo sambyggða hluta með aðskilda stigakjarna. Lægri hluti er 4 hæðir og 15 íbúðir og hærri hluti 6 hæðir og 21 íbúð.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2203707 - Borgahella 17 (var 15), byggingarleyfi
Byggingarfélagið Ás ehf. sækir 25.3.2022 um að byggja vörugeymslu úr límtré skv. teikningu Páls Poulsen dags. 24.3.2022.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2203426 - Flatahraun 21, innri breyting á rými 0101
Pólarborg ehf. sækir 17.03.2022 um leyfi til innanhúsbreytinga í rými 02 0101, innrétta söluturn, skv. teikningum Haraldar Ingvarssonar dags. 16.03.2022.
Nýjar teikningar bárust 12.04.2022.
Erindinu er synjað, stenst ekki umferðarlega séð.
5. 2202824 - Reykjavíkurvegur 54, eldsneytisgeymir
Festi hf. sækir 25.2.2022 um að endurnýja eldsneytisgeyma samkvæmt teikningum Svavars Sigurjónssonar dagsettar 21.2.2022.
Nýjar teikingar bárust 13.04.2022 stimplaðar af Heilbrigðiseftirlitinu.
Erindið er samþykkt í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
6. 2202138 - Gauksás 53, breyting á deiliskipulag
Á afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa þann 12. janúar sl. var samþykkt að grenndarkynna í samræmi við 2. gr. 43. gr. skipulagslaga breytingu á deiliskipulagi Gauksás 53. Breytingin felst í að lóðin er stækkuð úr 765 m2 í 920m2. Kvöð er á lóðinni um lagnaleiðir.
Erindið var grenndarkynnt 4.3-6.4.2022. Engar athugasemdir bárust.
Erindinu verður lokið í samræmi við skipulagslög.
7. 2204211 - Áshamar 12-18, framkvæmdaleyfi
Gunnar Örn Steingrímsson fh. lóðarhafa óskað eftir framkvæmdaleyfi vegna jarðvinnu og að girða af lóðina.
Skipulagsfulltrúa falið að gefa út framkvæmdaleyfi.
D-hluti fyrirspurnir
8. 2204069 - Lækjarhvammur 1, fyrirspurn, grindverk
Magnús Már Lúðvíksson leggur 6.4.2022 inn fyrirspurn vegna girðingar á lóðarmörkum.
Tekið er jákvætt í fyrirspurnina.
E-hluti frestað
9. 2204194 - Vikurskarð 5, byggingarleyfi
Hástígur ehf. sækir 12.4.2022 um leyfi að byggja fjögurra íbúða fjölbýlishús á 2.hæðum samkvæmt teikningum Inga Gunnars dagsettar 8.4.2022. Bílskúr fylgir tveimur íbúðum.
Frestað gögn ófullnægjandi
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta