FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Afgreiðslufundur skipulags- og byggingarfulltrúa - 849

Haldinn í fundarherbergi Norðurhellu 2,
25.08.2021 og hófst hann kl. 13:00
Fundinn sátu: Hildur Bjarnadóttir Byggingarfulltrúi,
Þormóður Sveinsson skipulagsfulltrúi,
Guðrún Guðmundsdóttir starfsmaður,
Berglind Björg Sigvaldadóttir starfsmaður,
Fundargerð ritaði: Hildur Bjarnadóttir, byggingarfulltrúi


Dagskrá: 
A-hluti byggingarleyfa
1. 2108429 - Völuskarð 14b, byggingarleyfi
Helgi Vilhálmsson ehf. sækir 17.8.2021 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða parhúsi með tveimur íbúðum skv. teikningu Fernandi Andrés C. de Mendonca dags. 9.8.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
2. 2108428 - Völuskarð 14a, byggingarleyfi
Helgi Vilhálmsson ehf. sækir 17.8.2021 um byggingarleyfi fyrir tveggja hæða parhúsi með tveimur íbúðum skv. teikningu Fernandi Andrés C. de Mendonca dags. 9.8.2021.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
3. 2108513 - Kjóahraun 16, byggingarleyfi
Gunnar Logi Gunnarsson leggur inn 18.08.2021 umsókn um byggingarleyfi fyrir viðbyggingu sunnan við húsið. Stækkun jarðhæðar og breytingu á innra skipulagi hæðarinnar. Kvisti á þakið sunnannmegin og verður þar útgengt á svalir.

Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
4. 2108667 - Reykjavíkurvegur 42, breyting hurð
Julita Milewska sækir 24.8.2021 um leyfi til að setja hurð í stað glugga á kjallara samkvæmt teikningum Haralds Ingvarssonar dagsettar 19.8.2021. Samþykki nágranna er fyrirliggjandi.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010, um er að ræða þegar gerða framkvæmd.
5. 2105402 - Fjarðargata 13-15, breyting, rými 02-01
220 Fjörður ehf. sækir þann 21.05.2021 um leyfi til að stækka leigurými 02-01, einnig um breytingu á innra skipulagi veitingarstaðarins samkvæmt teikningum Guðrúnar Rögnu Yngvadóttur dags. 17.05.2021. Nýjar teikningar bárust 07.07.2021 ásamt greinargerð frá öruggverk.is verkfræðistofu.
Byggingarfulltrúi samþykkir erindið í samræmi við lög um mannvirki nr. 160/2010.
B-hluti skipulagserindi
6. 1803160 - Ærslabelgur
Hafnarfjarðarkaupstaður sækir um framkvæmdaleyfi vegna uppsetningar á ærslabelg á lóð Hraunvallaskóla.
Skipulagsfulltrúi samþykkir staðsetningu ærslabelgs í samræmi við gildandi deiliskipulag og gefur út umbeðið framkvæmdaleyfi.
7. 2108591 - Háihvammur 8, deiliskipulagsbreyting
Svava Björnsdóttir óskar 20.8.2021 eftir breytingu á deiliskipulagi vegna stækkunar á byggingarreit.
Tekið er neikvætt í erindið eins og það liggur fyrir, eiganda bent á að nýta byggingarheimild innan byggingarreits.
D-hluti fyrirspurnir
8. 2108510 - Vesturvangur 1, fyrirspurn
Brynjar Eyland Sæmundsson leggur 19.08.2021 inn fyrirspurn til byggingarfulltrúa er varðar færslu á bílskúrshurð og inngönguhurð.
Tekið er jákvætt í erindið. Eigandi þarf að leggja inn uppdrætti og skráningartöflu og sækja um byggingarleyfi.
9. 2108511 - Víkurskarð 6, fyrirspurn
Sigurður Berndsen leggur 19.08.2021 inn fyrirspurn er varðar breytingu á húsagerð. Byggt verði parhús í stað tvíbýlishúss.
Tekið er jákvætt í erindið að uppfylltum skilyrðum.
E-hluti frestað
10. 2108431 - Berghella 1, byggingarleyfi, útiskýli
Terra efnaeyðing sækir 17.8.2021 um leyfi til að byggja opið útiskýli skv. teikningum Jóhanns M. Kristinssonar.
Frestað gögn ófullnægjandi.
11. 2108466 - Hvaleyrarbraut 29, sameining rýma 0103 og 0105
Arctic Sport ehf og Marás vélar ehf sækja þann 18.8.2021 u að fella niður vegg milli rýma 01-03 og 01-05 samkvæmt teikningum Jóns Guðmundssonar dags. 16.8.2021.
Frestað gögn ófullnægjandi.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 15:00 

Til baka Prenta