FundargerðirFundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3553

Haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Hafnarborg,
13.08.2020 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Sigurður Þórður Ragnarsson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir áheyrnarfulltrúi,
Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður,
Árni Stefán Guðjónsson varaáheyrnarfulltrúi,
Fundargerð ritaði: Ívar Bragason, Lögmaður á stjórnsýslusviði
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1510229 - Jafnréttisáætlun, Jafnréttis- og mannréttindastefna samþ. feb 2017
Ólafur Heiðar Harðarson mannauðsráðgjafi og Ása B. Sandholt lögmaður mæta til fundarins.
Jafnréttismál - kynning fyrir bæjarráð 13.08.2020 (002).pdf
Jafnréttisáætlun 2019-2023 - aðgerðir í röð eftir ábyrgðaraðila.pdf
Jafnréttisstefna_fyrir bæjarráð 26.1.2017_1.pdf
2. 2001110 - Sumarstörf Hafnarfjarðarbæjar 2020
Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.
Lagt fram til kynningar.
Ráðningar sumarstörf 11.8.20.pdf
Sumarvinna 2020.pdf
3. 2007638 - Pílufélag fatlaðra, erindi
Lagt fram erindi frá Pílufélagi fatlaðra.

Geir Bjarnason íþrótta- og tómstundafulltrúi mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar erindinu til íþrótta - og tómstundafulltrúa til frekari skoðunar.
Pílufélag fatlaðra, erindi.pdf
4. 2001456 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2021 og 2022-2024
Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.

Rósa Steingrímsdóttir sviðsstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð þakkar fjármálastjóra fyrir yfirferðina.
Forsendur fjárhagsáætlana 2021-2024.pdf
5. 2007477 - Skógarás 2, umsókn um stækkun lóðar
10. liður af afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa dags 22.7. sl.
Guðný S. Gísladóttir lagði þann 15.7.2020 inn umsókn um breytingu á stærð lóðar. Með erindinu fylgja teikningar er gera grein fyrir stækkuninni.
Erindinu er vísað til bæjarráðs. Fallist bæjarráð á stækkun lóðarinnar skal leggja inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkunin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Allur kostnaður við breytingu á deiliskipulagi fellur á lóðarhafa.

Gunnþóra Guðmundsson arkitekt mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin.

Skógarás 2. Umsögn vegna fyrirspurnar um stækkun lóðar..pdf
6. 2007395 - Langeyrarvegur 16, 16a, 18, fyrirspurn til skipulagsfulltrúa
11. liður af afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa frá 22. júlí sl.
Þann 9.07.2020 leggur Ólafur Össur Hansen inn fyrirspurn um lóðarstækkun fyrir hönd lóðarhafa við Langeyrarveg 16, 16a og 18.
Erindinu er vísað til bæjarráðs. Fallist bæjarráð á stækkun lóðarinnar skal leggja inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkunin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Allur kostnaður við breytingu á deiliskipulagi fellur á lóðarhafa.

Gunnþóra Guðmundsson arkitekt mætir til fundarins.
Guðlaug Kristjánsdóttir víkur af fundi undir þessu máli.

Bæjarráð vísar erindinu til þeirrar vinnu sem er í gangi vegna breytinga á heildardeiluskipulagi hverfisins.
Langeyrarvegur 16, 16a og 18. Umsögn vegna lóðarstækkunar.pdf
7. 2007344 - Hlíðarbraut 7, fyrirspurn um stækkun lóðar
13. liður af afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa 22. júlí sl.
Þann 8. júlí sl. sækir Hartmann Kárason um lóðarstækkun við Hlíðarbraut 7.
Erindinu er vísað til bæjarráðs. Fallist bæjarráð á stækkun lóðarinnar skal leggja inn umsókn um deiliskipulagsbreytingu þar sem stækkunin er ekki í samræmi við gildandi deiliskipulag. Allur kostnaður við breytingu á deiliskipulagi fellur á lóðarhafa.

Gunnþóra Guðmundsson arkitekt mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti umbeðna lóðarstækkun en bendir á að vinna þarf tillögu að breytingu á deiliskipulagi þar sem gert verði ráð fyrir umræddri stækkun lóðar. Hafi umsókn um breytingu á deiliskipulagi ekki borist sveitarfélaginu innan 12 mánaða frá samþykkt þessari telst hún úr gildi fallin.
Hlíðarbraut 7, umsögn vegna fyrirspurnar um lóðarstækkun.pdf
8. 1910032 - Hörgsholt 1a, deiliskipulag, lóðarleigusamningur
Lagður fram lóðarleigusamningur sem er í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi lóðarleigusamning og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
Hörgsholt 1A.lls.drög.26.6.20.pdf
Hörgsholt 1A.mæliblað.pdf
9. 2007451 - Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, verkstæðishús, erindi
Tekið fyrir að nýju til afgreiðslu.
Í samræmi við fyrirliggjandi minnisblað bæjarlögmanns samþykkir bæjarráð að fella niður gatnagerðargjald af verkstæðishúsi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar sem fyrirhugað er að reisa á athafnasvæði skógræktarinnar með vísan sérstakra lækkunarheimilda í 6. gr. samþykktar um gatnagjald í Hafnarfjarðarkaupstað nr. 242/2016 sbr. 2. mgr. 6. gr. laga um gatnagerðargjöld nr. 153/2006. Erindinu er vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
Minnisblað - gatnagerðargjald.pdf
10. 2008047 - Völuskarð 5, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Hallgríms Guðmundssonar og Aldísar Sigurðardóttur um lóðina nr. 5 við Völuskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarð 5 verði úthlutað til umsækjenda.
11. 2007358 - Völuskarð 28, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Báts ehf um lóðina nr. 28 við Völuskarð. Ekki er tilgreind varalóð.
Tvær umsóknir eru um lóðina Völuskarð 28 og er því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn umsækjandans Báts ehf.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarð 28 verði úthlutað til Báts ehf.
12. 2007633 - Völuskarð 28, umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Andra Þórs Sigurjónssonar og Önnu Helgu Ragnarsdóttur um lóðina nr. 28 við Völuskarð, sótt er um lóðina nr. 30 við Völuskarð til vara.
Tvær umsóknir eru um lóðina Völuskarð 28 og er því dregið á milli umsækjenda. Fulltrúi sýslumanns dregur út nafn umsækjandans Báts ehf.

Bæjarráð leggur því við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarð 28 verði úthlutað til Báts ehf.

Þá leggur bæharráð jafnframt til að lóðinni Völuskarð nr. 30 verði úthlutað til Andra Þórs Sigurjónssonar og Önnu Helgu Ragnarsdóttur.
13. 2006130 - Fluguskeið 9a,umsókn um lóð
Lögð fram umsókn Birnu Sigurkarlsdóttur um hesthúsalóðina Fluguskeið 9a.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Fluguskeiði 9a verði úthlutað til umsækjanda.
14. 1711024 - Móbergsskarð 11, tilboð, lóðarúthlutun, skil lóðar
Lögð fram beiðni Haghúsa um að skila lóðinni nr. 11 við Móbergsskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skil lóðarinnar Móbergsskarð 11.
15. 1711023 - Móbergsskarð 9, tilboð, lóðarúthlutun, skil lóðar
Lögð fram beiðni Haghúsa um að skila lóðinni nr. 9 við Móbergsskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að samþykkja skil lóðarinnar Móbergsskarð 9.
16. 2003493 - Bæjarráðsstyrkir 2020, fyrri úthlutun
Tekið fyrir að nýju til afgreiðslu.
Sigurður Þ. Ragnarsson víkur af fundi undir þessum lið.

Bæjarráð samþykkir eftirfarandi úthlutanir á styrkjum:

Þórir Snær Sigurðsson ? Gamli Hafnarfjörður ? Eldri Hafnfirðingar hafa orðið / 150.000kr.
Þórarinn Sigurbergsson ? Hið Íslenska Gítartríó (Allt kennarar við Tónlistarskóla Hafnarfjarðar) / 250.000kr.
Jón Gunnar Geirdal Ægisson ? Jarðaförin mín, sjónvarpsþættir teknir upp í Hafnarfirði / 350.000kr.
Sigríður Margrét Jónsdóttir ? Sýning Josef Muller Brockmann / 100.000kr.
Kristján Ó. Davíðsson ? Útbreiðslustyrkur Karatedeildar Hauka / 250.000kr.

Samtals nema ofangreindir styrkir kr. 1.100.000.-.
17. 2005290 - Gjaldskrárstefna Strætó bs
Lögð fram til kynningar ný gjaldskrá Strætó sem samþykkt hefur verið af stjórn Strætó
Fundargerðir
18. 1811306 - St. Jó. framkvæmdahópur
Lögð fram fundargerð frá 14. júlí 2020
Fundur framkvæmdahóps St Jó 14072020_Fundargerð.pdf
19. 2001036 - Strætó bs, fundargerðir 2020
Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó nr. 325 frá 19. júní sl. ásamt fylgigögnum.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:21 

Til baka Prenta