Fundargerðir


Fundargerðir

Til baka Prenta
Bæjarráð - 3535

Haldinn í fundarsal bæjarráðs, Strandgötu 6,
19.12.2019 og hófst hann kl. 08:15
Fundinn sátu: Ágúst Bjarni Garðarsson formaður,
Kristinn Andersen varaformaður,
Ólafur Ingi Tómasson aðalmaður,
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir aðalmaður,
Jón Ingi Hákonarson áheyrnarfulltrúi,
Sigurður Þórður Ragnarsson áheyrnarfulltrúi,
Friðþjófur Helgi Karlsson varamaður,
Fundargerð ritaði: Guðríður Guðmundsdóttir, ritari bæjarráðs
Einnig sátu fundinn Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og Sigríður Kristinsdóttir bæjarlögmaður og sviðsstjóri stjórnsýslusviðs.


Dagskrá: 
Almenn erindi
1. 1903560 - Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði
Kynnt tilboð sem bárust í útboði um sérhæfða akstursþjónustu í Hafnarfirði. Tilboð voru opnuð 13. desember sl. Til afgreiðslu.

Guðmundur Ragnar Ólafsson innkaupastjóri og Helga Ingólfsdóttir formaður starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu mæta til fundarins.

Bæjarráð felur innkaupastjóra að hefja viðræður við lægstbjóðanda.
Opnunarskýrsla-21062 Sérhæfð akstursþjónusta í Hafnarfirði 2020-2024.pdf
2. 1702408 - Álverið, þynningarsvæði, uppbygging
Lagt fram bréf frá Rio Tinto á Íslandi - ISAL, ósk um fund.

Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir á fundinn.
Bæjarstjóra falið að funda með Rio Tinto á Íslandi-ISAL.
Ísal, beiðni um fund vegna endurnýjunar á starfsleyfi.pdf
3. 1601342 - Vegagerðin, færsla stofnvega ríkisins yfir til sveitarfélaga, skilavegir
Farið yfir stöðu málsins.

Sigurður Haraldsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs mætir til fundarins.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri fór yfir stöðu málsins.
Skilavegir, bréf SSH til samgöngu- og sveitst.ráð.pdf
4. 1912254 - Hellnahraun 2. áfangi, afsláttur af gatnagerðargjaldi
Lögð fram tillaga um afslátt af lóðarverði fjögurra lóða í Hellnahrauni 2.áfanga.
Til afgreiðslu.
Sigurður Haraldsson sviðsstjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og leggur til að gefinn verði 20% afsláttur á gatnagerðargjöldum vegna fjögurra lóða í Hellnahrauni 2. áfanga. Það er fyrir lóðirnar: Álfhella 2, Breiðhella 3 og 5 og Einhella 1.
minnisblað vegna atvinnulóða í Hellnahrauni 2. áfanga.pdf
5. 1808075 - Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarkaupstaðar og fyrirtækja hans 2019 og 2020-2022
Lagður fram viðauki nr. VIII.

Rósa Steingrímsdóttir svisstjóri fjármálasviðs mætir til fundarins.
Bæjarráð vísar fyrirliggjandi viðauka til bæjarstjórnar til samþykktar.
Viðauki VIII desember2 2019.pdf
6. 1707207 - Straumsvík 123154, endurnýjun lóðarleigusamnings
Lögð fram til kynningar drög að lóðarleigusamningi. Ívar Bragason lögmaður mætir til fundarins.
Lagt fram til kynningar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
7. 1901368 - Gaflaraleikhúsið, endurnýjun samnings 2019
3. liður úr fundargerð Menningar- og ferðamálanefndar 13. desember sl.
"Lögð fram drög að samstarfssamningi við Gaflaraleikhúsið
Menningar- og ferðamálanefnd samþykkir drög að samningi og vísar til bæjarráðs til samþykktar."

Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi drög og leggur til við bæjarstjórn að samþykkja samninginn við Gaflaraleikhúsið.

Samstarfssamningur við Gaflaraleikhúsið_drog fyrir bæjarráð.pdf
8. 1912180 - Reykjavík loves, samstarfssamningur um markaðssamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
4. liður úr fundargerð menningar- og ferðamálanefndar 13. desember sl.
"Samstarfssamningur um markaðassamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu lagður fram.
Sviðsstjóra falið að ganga frá samningi."

Andri Ómarsson verkefnastjóri mætir til fundarins.

Lagt fram í bæjarráði til afgreiðslu.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samstarfssamning um markaðassamstarf og upplýsingamiðlun í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu.

9. 1908282 - Jólaþorp 2019
Farið yfir dagskrá Jólaþorpsins 2019.
Farið yfir stöðu jólaþorpsins.
10. 1808551 - Hagsmunaskráning kjörinna fulltrúa
Lagt fram álit Persónuverndar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa í borgarstjórn.
Bæjarlögmanni falið að fara yfir álit Persónuverndar um hagsmunaskráningu kjörinna fulltrúa.
11. 1912133 - Rafrænt eftirlit við skóla í Hafnarfjarðarbæ, tilkynning um frumkvæðisathugun
Lagt fram bréf dags. 4. desember sl. frá Persónuvernd þar sem tilkynnt er um frumkvæðisathugun í tilefni af rafrænu eftirliti við skóla og leikskóla.
Lagt fram.
Rafrænt eftirlit við skóla í Hafnarfjarðarbæ, tilkynning um frumkvæðisathugun.pdf
bréf til persónuverndar dags 18 des 2019.pdf
12. 1912241 - Völuskarð 16,umsókn um lóð
Lögð fram lóðarumsókn Reinhards Valgarðssonar og Matthildar Baldursdóttur um íbúðarhúsalóðina nr. 16 Völuskarð.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lóðinni Völuskarði 16 verði úthlutað til Reinhards Valgarðssonar og Matthildar Baldursdóttur.
13. 1912067 - Kaldársel, sumarbúðir, erindi
Lagt fram yfirlit yfir starfsemi Kaldársels 2015-19.
Lagt fram.
Kaldársel, sumarbúðir, erindi.pdf
14. 1912239 - Samræmd viðbragðsáætlun til að draga úr loftmengun
Lagt fram bréf frá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis dags. 11.desember sl.
Erindinu vísað til umhverfis- og skipulagssviðs til afgreiðslu.
Samræmd viðbragðsáætlun til að draga úr loftmengun.pdf
15. 1911291 - Cuxhaven, jólatré 2019
Lögð fram jólakveðja frá Cuxhaven.
Lagt fram.
Óskir um gleðileg jól 2019 frá Cuxhaven.pdf
Fundargerðir
16. 1911025F - Hafnarstjórn - 1563
Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 4.desember sl.
17. 1912011F - Menningar- og ferðamálanefnd - 338
Lögð fram fundargerð menningar- og ferðamálanefndar frá 13.desember sl.
18. 1901145 - Samband íslenskra sveitarfélaga, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð stjórnar Sambands ísl.sveitarfélaga frá 29.nóvember sl.
stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga - 876.pdf
19. 1901142 - Sorpa bs, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð stjórnar SORPU bs. frá 6.desember sl.
Fundargerð 416 stjórnarfundar undirrituð.pdf
20. 1901144 - Stjórn SSH, fundargerðir 2019
Lögð fram fundargerð stjórnar SSH frá 2.desember sl.
Stjórn SSH 479 fundur_2019_12_02.pdf
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 10:30 

Til baka Prenta