Fréttir
  • IMG_4868

Vorboðarnir eru víða

24. mar. 2018

Vorið er sannarlega komið í Hafnarfjörðin og vorboðarnir eru víða. Í Lækjargötunni er verið að setja niður niður stétt upp götuna beggja vegna og þar voru verktakar í óða önn að leggja hellur og ganga frá fyrir helgi en því  verki líkur vonandi fyrir Bjarta daga. 

Framundan er heljarinnar hreinsunar átak bæði með fyrirtækjum, einstaklingum og svo er umhverfisvaktin að fara á fullt en öll þessi verkefni fara í gang strax eftir páska og vonandi verður bærinn orðin skínandi fínn fyrir Bjarta daga sem eru uppúr miðjum apríl.

Um bæinn keyra svo götusópar og hafa get frá því að snjóa tók upp um mánaðarmótin. Það er heilmikið verkefni að sópa og þrífa allar göturnar í bænum en það er unnið eftir ákveðnu verklagi.

Móttaka garðaúrgangs verður svo á sínum stað í byrjun maí.

Hreinn fjörður, flottur fjörður