Fréttir
  • HaraldurFinnur--2-

Vistvæn prentþjónusta

29. mar. 2016

Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á ábyrga notkun á pappír fyrir stofnanir bæjarins. Ein af þeim leiðum sem bærinn notar til þess er Rent A Prent (RAP) prentþjónusta frá Nýherja.  Þjónustan tryggir meðal annars aukið öryggi og yfirsýn á meðferð gagna. Þá dregur auðkenni á prentverki verulega úr sóun á pappír og prentun.

Umhverfismál eru Hafnarfjarðarbæ mjög hugleikin og hefur bærinn um árabil lagt áherslu á draga úr sóun á pappír í daglegum rekstri sínum. Ein af leiðunum sem farnar eru í dag er Rent A Prent (RAP) prentþjónusta Nýherja sem tryggir aukið öryggi og yfirsýn á meðferð gagna auk þess sem auðkenni á prentverki er að draga verulega úr sóun. Fyrir páska var skrifað undir nýjan samning við Nýherja um áframhaldandi prentþjónustu, að undangengnu útboði, þar sem áhersla er lögð á öryggi, umhverfisvernd og lágan prentkostnað. Um er að ræða lausn sem er afar vistvæn og með áframhaldandi notkun og uppsetningu á lausninni er tekið enn stærra skref í þá átt að gera Hafnarfjarðarbæ grænni hvað prentmál varðar.