Fréttir
  • StJo

Vilt þú verða hluti af samfélaginu á St. Jó?

23. nóv. 2021

Lífsgæðasetur St. Jó hýsir fjölbreytta og lifandi starfsemi á sviði heilsu og sköpunar

Lífsgæðasetrið er samfélag einstaklinga og fyrirtækja sem eiga það sameiginlegt að auka lífsgæði fólks með forvörnum, heilsurækt, ráðgjöf, fræðslu og sköpun. Lífsgæðasetur St. Jó hýsir í dag fjölbreytta og lifandi starfsemi 17 aðila á sviði heilsu og sköpunar og í byrjun árs 2022 mun leigurýmum fjölga um 16. Rýmin eru á bilinu 7 – 25 fm. og eru staðsett á 1., 2. og 4. hæð hússins. Um áramót munu bæði Alzheimer- og Parkinsonsamtökin opna nýjar þjónustumiðstöðvar á 3. hæð Lífsgæðasetursins.

Auglýst er eftir aðilum sem hafa áhuga á að bætast í góðan hóp sem saman myndar öflugt samfélag.

Í umsókn skal gera grein fyrir eftirfarandi:

  • Kynning á umsækjanda/umsækjendum
  • Afrit af skírteinum og/eða starfsleyfi, eftir því sem við á
  • Greinargóð lýsing á hugmynd/starfsemi
  • Hvernig fellur hugmyndin að markmiðum Lífsgæðaseturs?
  • Hvaða þarfir eru varðandi húsnæði (stærð, staðsetning, aðstaða, umfang starfsemi)
  • Rekstraráætlun

StJoAdstadaFyrirtækin hafa komið sér huggulega fyrir í sínu rými í setrinu eins og sjá má 

HjartaStJoHjartað er sameiginleg kaffistofa allra þeirra sem starfa í húsinu.  

Umsóknir og umsóknarform 

Umsóknarform má nálgast á vef Lífsgæðasetursins.  Umsóknir skal senda á stjo@stjo.is. Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Agnarsdóttir verkefnisstjóri St. Jó í gegnum netfangið: ragnheidur@stjo.is