Fréttir
  • UtsvarAgust2016

Vilt þú vera með í Útsvari?

22. ágú. 2016

Spurningaþátturinn Útsvar verður á dagskrá RÚV tíunda veturinn í röð og stendur nú leit yfir að skemmtilegu og fluggáfuðu fólki, af hafnfirskum uppruna og með búsetu í Hafnarfirði, sem reiðubúið er að taka þátt fyrir hönd Hafnarfjarðarbæjar.  Sveitarfélögin sem taka þátt eru 24 talsins og hefur Hafnarfjarðarbær síðustu tvö árin komist áfram í 8 liða úrslit keppninnar.

Keppni hefst föstudaginn 9. september og þurfa nöfn þátttakenda að liggja fyrir nú í vikulok. Síðasti sjens til að skila inn ábendingum er fimmtudagurinn  25. ágúst.

Við biðjum áhugasama og alla þá sem vilja benda á einstaklinga sem líklegir eru til að fara á kostum í keppninni að senda póst á: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is. Áhersla verður lögð á fjölbreytileika liðs, góðan liðsanda og almenna leikgleði.