Fréttir
Vilji til að taka á móti flóttamönnum

28. ágú. 2015

Á fundi Fjölskylduráðs Hafnarfjarðar í morgun voru málefni flóttamanna til umræðu og lýsti ráðið einróma yfir fullum vilja til að taka þátt í verkefni ríkisstjórnarinnar varðandi móttöku og aðstoð við hópa flóttafólks sem væntanlegt er til landsins.

Guðlaug Kristjánsdóttir formaður fjölskylduráðs segir að Hafnarfjarðarbær búi að góðri reynslu af móttöku flóttamanna sem komið geti að gagni. “Hafnarfjörður hefur áður brugðist við, nú síðast í fyrra, þegar hingað kom fjölskylda frá Afganistan og hefur það gengið mjög vel. Hér er öflugt og fjölbreytt samfélag, bærinn hefur góðan grunn til að taka á móti nýjum íbúum og þar á meðal flóttafólki.“