Fréttir
  • Thrastaras-Kriuas-2

Viðhald og endurnýjun valla og leiksvæða í fullum gangi

31. júl. 2017

Mikil vinna hefur farið í það í sumar að halda bænum okkar hreinum, í sláttur og hreinsun beða og viðhald á opnum leiksvæðum og völlum. Nýlega var skipt um undirlag á tveimur opnum leikvöllum þar sem sett var gervigras og gúmmíhellur til að auka öryggi, notagildi og líftíma vallanna. Þessi opnu svæði eru á Laufvangi og á milli Þrastarás/Kríuás. Stefnt er á að halda þessari viðhalds- og uppbyggingarvinnu áfram og setja endingargott undirlag á sem flesta staði, þó ekki allt nú í sumar.

Mikil viðhaldsvinna er líka að eiga sér stað við og á leikskóla- og grunnskólalóðum og er stefnan að klára þessa vinnu fyrir upphaf skólaannar í ágúst. Lóð við Hvaleyrarskóla er langt komin og lóð við Öldutúnsskóla í vinnslu. Breytingar við leikskólann Smáralund eru langt komnar og er í kortunum að hefja minni og stærri breytingar á lóð við Hvamm, Vesturkot og Hlíðarberg, breytingar sem m.a. fela í sér endurnýjun á köstulum og gormadýrum. Endurnýjun á girðingum við Víðivelli er langt komin og sambærileg endurnýjun við Hlíðarberg hefst líklega í vikunni. Skátahóparnir, sem dvalið hafa á Víðistaðatúni, hafa reynst sveitarfélaginu vel síðustu daga og viku og hafa hóparnir m.a. unnið að stígagerð við Hvaleyrarvatn og þar í kring, í að planta bakkaplöntum við grenndarskóga við Víðistaðaskóla, hreinsa upp illgresi í möl við Strandsstíginn við Herjólfsgötu, ýmis viðhaldsverkefni í Hellisgerði, borið í útivistarstíg milli Mávahraun og Svöluhrauns auk smærri verkefna út um allan bæ. Hreint frábært að fá svona viðbótar vinnuafl!