FréttirFréttir

  • Hreinsistod-i-Hraunavik

Viðgerð Hraunavík tekur lengri tíma

5. feb. 2018

Bilunin sem kom upp fyrir helgi í frárennslis dælum í dælu- og hreinsistöð Hafnarfjarðarbæjar í Hraunavík er alvarlegri en virtist við fyrstu skoðun. Þurft hefur að panta hluta búnaðar hennar sem reyndist bilaður frá erlendum birgja þannig að viðgerð mun standa yfir lengur sýndist við fyrstu skoðun.

Í dælu og hreinsistöðinni í Hraunavík eru alla jafnan tvær hreinsunardælur í notkun og ein til vara. Hreinsunardæla 1 er í dag á fullum afkostum og hreinsar skolp sem fyrr. Hreinsunardæla tvö er sú sem bilaði fyrir helgi og verið er bíða eftir varahlut í hana til að klára viðgerð. Hreinsunardæla 3 sem er varastöð fyrir fyrstu tvær er óvirk þar sem verið er að smíða varahlut í hana hjá framleiðandanum hennar erlendis. Því var ekki hægt að virkja hana við bilun hreinsidælu númer 2  fyrir helgi.

Hreinsidæla eitt keyrir eins og fyrr sagði á fullum afkostum, hreinsidæla 2 tekur svo allt sem er umfram það sem getur orðið allt að 50%. Skólpið sem alla jafna færi í hreinsun í henni rennur nú út í flæðarmálið út undan hreinsunarstöðinni en ekki út pípurnar sem liggja 2 kílómetra úti í sjó eins og kom fram í fyrri tilkynningu í dag og fyrir helgi. Stöðin er engu að síður staðsett nokkuð frá íbúða byggð þannig að þetta ætti ekki að valda miklum óþægindum fyrir íbúa. Þá er einnig rétt að árétta að Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins fylgist með framgangi mála og er að fullu upplýst.

Beðist er velvirðingar á því að í fyrri tilkynningu var sagt að óhreinsaða skólpið færi út með pípunni sem hreinsaða skólpið færi sem liggur 2 km út í sjó