Fréttir
  • HreyfivikaUMFI

Vertu boðberi hreyfingar - hreyfivikan 2019

10. maí 2019

Alþjóðleg hreyfivika verður haldin vikuna 27. maí - 2. júní. 

Viltu gerast boðberi hreyfingar?

Heilsubærinn Hafnarfjörður ætlar að sjálfsögðu að taka þátt í gleðinni og hvetur starfsmenn, bæjarbúa, félagasamtök, stofnanir og fyrirtæki til að gerast boðberar hreyfingar.
Boðberi hreyfingar er fyrirmynd og hrífur fólk með sér í hreyfingu. Hann er jafnframt sá einstaklingur, það íþróttafélag eða það fyrirtæki sem skráir sig á hreyfivika.is og stendur fyrir viðburði. Viðburðir geta verið allskonar, vinaæfingar, útileikir, gönguferðir, lengt hádegishlé með leikjum, fræðsla eða allt sem hefur jákvæð áhrif á líkamlega, andlega og félagslega heilsu okkar. 

Allir geta skráð sig sem boðbera hreyfingar. Koma svo!

Nánari upplýsingar HÉR