Fréttir
  • GatnagerdAsvallabrautUtbod

Útboð í gatnagerð Ásvallabrautar heimilað

22. jan. 2020

Á fundi umhverfis – og framkvæmdaráðs þann 15. janúar síðastliðinn heimilaði ráðið útboð á gatnagerð Ásvallabrautar til tveggja ára. Heimildin felur í sér útboð á gatnagerð á Ásvallabraut frá Kaldárselsvegi að Skarðshlíð. 

Framkvæmdin inniheldur lagningu nýs vegar frá nýju hringtorgi við Kaldárselsveg að Nóntorgi í Skarðshlíð, gerð stíga, lagna og hljóðmana. Ráðgert er að framkvæmdin muni hefjast fyrri part þessa árs og standa yfir í tvö ár. Framkvæmdin er í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Gera má ráð fyrir að útboð fari í auglýsingu á næstu vikum. 

GatnagerdAsvallabrautUtbod

Sjá fundargerð – mál nr. 9