Fréttir  • SpurningkeppniGrunnskolanna

Viðistaðaskóli bar sigur úr býtum í Veistu svarið?

28. feb. 2019

Úrslitin í Veistu svarið? spurningakeppni grunnskólanna réðust í gærkvöldi þegar Víðistaðaskóli sigraði Setbergsskóla með stigatölunni 22-20 í æsi spennandi viðureign sem fór í bráðabana í Bæjarbíó.  

Sigurlið Víðistaðaskóla skipuðu þau Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Egill Magnússon og Guðmundur Pétur Dungal Níelsson. Lið Setbergsskóla skipuð þau Hákon Daði Gunnarsson, Kristey Valgeirsdóttir og Sigríður Soffía Jónasdóttir. Árni Stefán Guðjónsson er spurningahöfundurinn og dómari keppninnar. Mikill metnaður var lagður í undirbúning keppenda sem skilaði sér, sem fyrr segir, í spennandi keppni.

VeistuSvaridUrslit2019

Innilega til hamingju nemendur beggja skóla með frábæran árangur og mikla og drengilega baráttu! Svona á að gera þetta!