Fréttir  • Vinningstillaga3Dvergur

Uppbygging á Lækjargötu 2 - vinningstillaga

26. júl. 2017

TRÍPÓLÍ og KRADS í samstarfi við Landmótun hlutu um miðjan júlí fyrstu verðlaun í samkeppni um nýja blandaða byggð á Dvergsreitnum svokallaða við Lækjargötu í Hafnarfirði. Tillagan var unnin fyrir GG verk. Miklar breytingar eru framundan á reitnum, breytingar sem hafa það að leiðarljósi að tengja með fallegum hætti nýja byggð við eldri byggð. Núverandi hús hefur staðið á reitnum frá 1965.

Á fundi skipulags- og byggingarráðs þann 11.júlí var lögð fram niðurstaða í samkeppni um skipulag og uppbyggingu á Lækjargötu 2 (Dvergslóðinni) en í samkeppnina bárust ólíkar tillögur sem þó báru með sér líkan keim frá fjórum aðilum. Ráðið samþykkti tillögu sérstakrar matsnefndar og lagði til að gengið yrði til samninga við tilboðsgjafa GG verk ehf með þeim fyrirvara að raðhúsalengja (fjögur hús) bak við Gúttó falli út úr skipulagi þeirra. Lækjargata 2 er á eftirsóknarverðu svæði fyrir íbúðarbyggð en hefur um árabil verið vannýtt og húsið lítil prýði fyrir ásýnd bæjarins. Af henni er útsýni yfir Lækinn, kirkjusvæðið og hluta miðbæjarins. Við mótun þeirra húsa sem byggð verða er leitast er við að fella húsin að aðliggjandi húsum við Lækjargötu og Brekkugötu hvað varðar form, efnisval og stærðarhlutföll, þannig að þau virki sem eðlilegt framhald af þeirri byggð sem fyrir er. Almennt er ekki gert ráð fyrir að byggt verði hærra en 2 hæðir og ris.

Sjá má vinningstillöguna HÉR

Sjá nánari upplýsingar um val og fleira í fundargerð skipulags- og byggingarráðs frá 11. júlí– liður 1