Ungmennaráð menntamála
Stofnað hefur verið ungmennaráð Menntamálastofnunar en í því eru unglingar á aldrinum 14 – 18 ára allstaðar að af landinu. Verða ungmennin stofnuninni innan handar með ráðgjöf um málefni og verkefni sem varða börn og unglinga. Bjarki Steinar Viðarsson hjá Ungmennaráði Hafnarfjarðar er fulltrúi Hafnarfjarðar í ráðinu.
Meðal verkefna sem þetta unga fólk mun fást við er að vera ráðgjafar um framtíðarsýn í þeim málum sem varða þeirra aldursflokk. Til að mynda námsmat, útgáfu námsefnis, innritun og fleira. Þá munu þau einnig sitja fundi, málþing eða ráðstefnur á vegum Menntamálastofunnar, ef þurfa þykir, og halda erindi á ráðstefnum, skrifa greinar í blöð og funda með ráðamönnum svo fátt eitt sé nefnt.
Alls eru 22 ungmenni í hinu nýstofnaða ráði, 12 stúlkur og 10 drengir. Voru þau valin af samstarfsaðilum Menntamálastofnunar í kjölfar samráðsfundar í vor með fulltrúum úr hinum ýmsu starfandi ungmennaráðum, en samstarfsaðilarnir eru Barnaheill, Umboðsmaður barna, Samband íslenskra sveitafélaga, UMFÍ, SAFT, Unicef og Samfés.
Í framhaldinu óskaði Menntamálastofnun eftir tilnefningum frá þessum aðilum og var ungmennaráðið sett á laggirnar í kjölfarið. Umsjónaraðili er Erla Ósk Guðjónsdóttir en eftirfarandi ungmenni skipa ráðið:
- Anna Mínerva Kristinsdóttir
- Ástþór Jón Tryggvason
- Berglín Sólbrá Bergsdóttir
- Bjarki Steinar Viðarsson
- Brynja Rún Guðmundsdóttir
- Eyrún Magnúsdóttir
- Guðmunda Bergsdóttir
- Guðný Rós Jónsdóttir
- Gunnar Ágústsson
- Haukur Orri Kristjánsson
- Hulda Margrét Sveinsdóttir
- Inga Huld Ármann
- Ingibjörg Ragnheiður Linnet
- Jón Ragnar Magnússon
- Júlíus Viggó Ólafsson
- Jökull Ingi Þorvaldsson
- Kristján Helgason
- Marta Valdís Reykdal
- Sara Rós Hulda Róbertsdóttir
- Sigrún Birna Steinarsdóttir
- Sigurður Ingvi Gunnþórsson
- Sindri Smárason