Fréttir
  • Tonlistarskolinn

Umsækjendur um stöðu skólastjóra Tónlistarskólans

30. ágú. 2018

Hafnarfjarðarbær auglýsti fyrir skömmu starf skólastjóra Tónlistarskóla Hafnarfjarðar laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rann út 18. ágúst og átta umsækjendur sóttu um stöðuna.

Hér má sjá lista yfir umsækjendur:

Anna Sigurbjörnsdóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands
Alexandra Chernyshova, söngkona, tónskáld og kennari
Eiríkur G. Stephensen, skólastjóri Tónlistarskóla Eyjarfjarðar
Elín Anna Ísaksdóttir, fagstjóri og verkefnastjóri við Listaháskóla Íslands
Eyþór Ingi Kolbeins, tónlistarskólastjóri
Hannes Guðrúnarson, tónlistarmaður
Sigrún Grendal, tónlistarkennari og formaður Félags kennara og stjórnenda í tónlistarskólum

Einn umsækjandi dró umsóknina til baka