Fréttir
  • IMG_5234

Umgengni við grenndargáma - göngum vel um!

29. júl. 2019

Umgengni íbúa við grenndargáma heilt yfir á höfuðborgarsvæðinu hefur lengi verið vandamál. Hafnarfjarðarbær úthlutar svæði fyrir grenndargáma innan bæjarmarkanna og SORPA þjónustar pappír, plast og glergáma á stöðvunum skv. sérstökum þjónustusamningi við sveitarfélögin. 

Aðrir aðilar hafa komið inn á þessar stöðvar með sína gáma, má þar nefna Rauða krossinn og Hertex með fatagáma og Skátana með dósagáma og sjá þessir aðilar um að þjónusta sína gáma sjálfir. Sveitarfélögin sjálf sjá svo sjálf um að umhverfi stöðvanna sé snyrtilegt. Einhver sveitarfélög hafa þurft að taka upp á því að fjarlægja grenndargáma tímabundið vegna slæmrar umgengni m.a. til að vekja íbúa og aðra gesti til umhugsunar. Íbúar verða að virða það að gámarnir eru litlir og taka þannig við takmörkuðu magni í einu og eingöngu ákveðnum endurvinnsluefnum.

Grenndargámar

Í Hafnarfirði eru grenndargámar á sjö stöðum . Á öllum stöðunum eru gámar fyrir pappír, plast og gler auk fatagáma frá RKÍ og flöskugáma frá Skátunum á einhverjum þeirra. Staðirnir í Hafnarfirði eru eftirfarandi:

  • Hólshraun/Fjarðarkaup
  • Miðvangur / Samkaup
  • Fjarðargata / Fjörður
  • Melabraut v/10-11
  • Tjarnartorg v/Bónus
  • Staðarberg v/10-11
  • Sólvangur

Opið frá kl. 8-18.30 á Breiðhellu í Hafnarfirði

Endurvinnslustöðvar SORPU er vettvangur til að skila af sér því efni sem liggur eins og hráviði við sumar grenndarstöðvar. Opið er á öllum endurvinnslustöðvum alla daga frá kl. 12.00 – 18:30 og á virkum dögum opnar kl. 8.00 í Breiðhellu í Hafnarfirði.