Fréttir
Umferðaröryggisáætlun Hafnarfjarðarbæjar

5. mar. 2018

Umhverfis- og framkvæmdaráð Hafnarfjarðarbæjar samþykkti á fundi sínum þann 7. febrúar 2018 s.l. að auglýsa umferðaröryggisáætlun Hafnarfjarðarbæjar fyrir íbúum bæjarins.

Umferðaröryggisáætlunin mun liggja frammi til  kynningar í þjónustuveri Hafnarfjarðarbæjar að Strandgötu 6 og hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu á Norðurhellu 6, frá 1. mars – 28. mars. 

Þeim sem vilja gera athugasemdir eða senda inn ábendingar við áætlunina er bent á að skila þeim skriflega til umhverfis- og skipulagsþjónustu, eigi síðar en 31. mars, eða á netfangið hafnarfjordur@hafnarfjordur.is

Nánari upplýsingar veitir  Helga Stefánsdóttir hjá Umhverfis- og skipulagsþjónisti í tölvupósti á netfangið helgas@hafnarfjordur.is

Sjá umferðaröryggisáætlun Hafnarfjarðarbæjar hér