FréttirFréttir

  • Yfirlit_kaldarselsvegur_1

Umferð beint um hjáleið á Kaldárselsvegi

7. nóv. 2018

Þessa dagana stendur yfir endurgerð á Kaldárselsvegi og er umferð nú beint um hjáleið. Verið er að vinna í uppsetningu á bráðabirgðalýsingu til að auka öryggi á svæðinu og er vonast til að þeirri vinnu ljúki fyrir helgi.  Stefnt er að því að umferð verði hleypt á nýja Kaldárselsveginn í lok nóvember.  Lokið verður við endanlegan frágang sumarið 2019.

Vegfarendur eru hvattir til að gæta fyllsta öryggis þegar ekið er um verksvæðið og aka í takt við aðstæður.