Fréttir  • Menningarstyrkir2017

Styrkir sem auðga og dýpka listalíf Hafnarfjarðarbæjar

19. apr. 2017

Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag. Tuttugu og tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti.

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Heildarupphæð styrkja eru 5.500.000.-

Styrki að þessu sinni hlutu eftirfarandi:

Ábyrgðarmaður umsóknar Nafn verkefnis Upphæð styrks
Christian Schultze Maíhátíð 45.000 kr.
Jórunn Jörundsdóttir Opin vinnustofa - bjartir dagar 60.000 kr.
Leikfélag Hafnarfjarðar Hið vikulega 100.000 kr.
Vigdís Klara Aradóttir Íslenski saxófónkvartettinn 100.000 kr.
Sara Gunnarsdóttir Sýning í Hafnarborg - undirbúningur 110.000 kr.
Ármann Helgason Mozart við kertaljós 150.000 kr.
Birgir Sigurðsson 002 ljóslistagallerí 150.000 kr.
Halldór Árni Sveinsson Þau byggðu bæinn 150.000 kr.
Alma Björk Ástþórsdóttir Skrímslin í Hraunlandi 160.000 kr.
Stefán Ómar Jakobsson Skemmtitónleikar 200.000 kr.
Bryndís Björgvinsdóttir Sjónarhorn álfa 200.000 kr.
Þórarinn Sigurbergsson Hið íslenska gítartríó 200.000 kr.
Marteinn Sindri Jónsson Sóley og Marteinn Sindri í Bæjarbíó 200.000 kr.
Jón Rafnsson Ella Fitzgerald 225.000 kr.
Leikfélag Hafnarfjarðar Haustverkefni 300.000 kr.
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir Bræðralag 400.000 kr.
Páll Eyjólfsson Þið munið hann Jónas 400.000 kr.
Lana Íris Dungal Guðmundsdóttir Rómeó og Júlía - söngleikur 400.000 kr.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sönghátíð í Hafnarborg 450.000 kr.
Finnbogi Óskarsson Lúðrasveit Hafnarfjarðar - tónleikar 500.000 kr.
Henný María Frímannsdóttir Heima 500.000 kr.
Sveinssafn ehf Móðri jörð og steinar jarðar, sýning 500.000 kr.

Hafnarfjarðarbær óskar styrkþegum öllum innilega til hamingju!