Styrkir sem auðga og dýpka listalíf Hafnarfjarðarbæjar
Menningarstyrkir voru veittir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag. Tuttugu og tvö verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar eða samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði með einum eða öðrum hætti.
Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir einu sinni á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar. Heildarupphæð styrkja eru 5.500.000.-
Styrki að þessu sinni hlutu eftirfarandi:
Ábyrgðarmaður umsóknar | Nafn verkefnis | Upphæð styrks |
Christian Schultze | Maíhátíð | 45.000 kr. |
Jórunn Jörundsdóttir | Opin vinnustofa - bjartir dagar | 60.000 kr. |
Leikfélag Hafnarfjarðar | Hið vikulega | 100.000 kr. |
Vigdís Klara Aradóttir | Íslenski saxófónkvartettinn | 100.000 kr. |
Sara Gunnarsdóttir | Sýning í Hafnarborg - undirbúningur | 110.000 kr. |
Ármann Helgason | Mozart við kertaljós | 150.000 kr. |
Birgir Sigurðsson | 002 ljóslistagallerí | 150.000 kr. |
Halldór Árni Sveinsson | Þau byggðu bæinn | 150.000 kr. |
Alma Björk Ástþórsdóttir | Skrímslin í Hraunlandi | 160.000 kr. |
Stefán Ómar Jakobsson | Skemmtitónleikar | 200.000 kr. |
Bryndís Björgvinsdóttir | Sjónarhorn álfa | 200.000 kr. |
Þórarinn Sigurbergsson | Hið íslenska gítartríó | 200.000 kr. |
Marteinn Sindri Jónsson | Sóley og Marteinn Sindri í Bæjarbíó | 200.000 kr. |
Jón Rafnsson | Ella Fitzgerald | 225.000 kr. |
Leikfélag Hafnarfjarðar | Haustverkefni | 300.000 kr. |
Kristjana Þórdís Ásgeirsdóttir | Bræðralag | 400.000 kr. |
Páll Eyjólfsson | Þið munið hann Jónas | 400.000 kr. |
Lana Íris Dungal Guðmundsdóttir | Rómeó og Júlía - söngleikur | 400.000 kr. |
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir | Sönghátíð í Hafnarborg | 450.000 kr. |
Finnbogi Óskarsson | Lúðrasveit Hafnarfjarðar - tónleikar | 500.000 kr. |
Henný María Frímannsdóttir | Heima | 500.000 kr. |
Sveinssafn ehf | Móðri jörð og steinar jarðar, sýning | 500.000 kr. |
Hafnarfjarðarbær óskar styrkþegum öllum innilega til hamingju!