Fréttir  • PlastlausSeptemberAskorun

Tökum þátt í Plastlausum september

27. ágú. 2019

Hafnarfjarðarbær hvetur íbúa og fyrirtæki í Hafnarfirði til virkrar þátttöku í Plastlausum september, árvekniátaki sem ætlað er að vekja fólk til umhugsunar um ofgnótt og skaðsemi plasts í umhverfinu. Samhliða því að benda á leiðir til að draga úr notkun á einnota plasti.

Frá og með 1. mars 2018 hafa íbúar Hafnarfjarðar getað sett allt plast saman í lokaðan plastpoka beint í gráu sorptunnu heimilisins (orkutunnu). Plastpokarnir eru svo flokkaðir sérstaklega frá öðru rusli þegar í sorpu er komið og þeim komið til endurvinnslu. Ekki þarf neina sérstaka poka undir plastið heldur bara hefðbundna plastpoka en gæta þar þess sérstaklega að halda plastinu frá öðru sorpi í lokuðum pokum þannig að tæki Sorpu geti flokkað plastið skilvirknislega. 

Af hverju eigum við að sleppa plasti?

Plast endist í þúsundir ára og er því afar slæmur kostur fyrir einnota notkun. Plast brotnar niður á mjög löngum tíma og þá í örplast sem ekki er betra fyrir umhverfið. Plast er eingöngu hægt að endurvinna í annað plast af lélegri gæðum. Allt plast sem við notum og fer ekki til endurvinnslu, safnast fyrir á urðunarstöðum eða í náttúrunni og veldur þar skaða um ókomna tíð. Plast endar allt of oft í náttúrunni, og þá sérstaklega í ám, vötnum og sjó. Plast dregur til sín ýmis mengunarefni og þegar það endar í vef lífvera geta efnin þar með endað í fæðu okkar. Mjúkplast inniheldur stundum hormónaraskandi efni (t.d. þalöt) sem eru skaðleg mannfólki.

Veljum okkur verkefni úr listanum og tökum áskoruninni #plastlaus:


PlastlausSeptember

Taktu skrefið!

Taktu þátt í Plastlausum september og minnkaðu einnota plastnotkun í einn mánuð með það að markmiði að draga úr henni til frambúðar.

Nánari upplýsingar og skráning á: https://plastlausseptember.is/ 

Einnig er hægt að fylgjast með á Facebooksíðu verkefnisins