Fréttir
  • ReykjanesbrautLokunKaplakriki6mai2019

Tímabundin lokun á gatnamótum við Fjarðarhraun

7. maí 2019

Reykjanesbraut verður lokuð frá kl. 19 í kvöld þriðjudaginn 7. maí, vegna malbikunar á gatnamótum við Fjarðarhraun hjá Kaplakrika í Hafnarfirði.

Umferð á Reykjanesbraut mun aka hjáleið um Fjarðarhraun og hringtorg við Flatahraun / - Kaplakrika. Umferð frá Fjarðarhrauni sem ætlar til austurs inn á Reykjanesbraut er beint á að aka Reykjanesbraut og fara um hringtorg við Lækjargötu. Hjáleiðir eru merktar á viðeigandi stöðum meðan á framkvæmdum stendur. Reiknað er með að Reykjanesbraut verði opnuð að nýju kl. 22.  Sjá nánar HÉR

Vegfarendur eru beðnir að sýna aðgát og virða umferðarmerkingar við akstur um svæðið.