Fréttir
  • Hjolaleidin

Þríþraut - takmörkun umferðar

30. jún. 2016

 

Þann 3. júlí n.k. mun 3SH halda sinn árlega Þríþrautardag frá kl. 8:00 – 16:00. Keppnin hefur undanfarin ár alfarið verið haldin á Vallasvæði og á Krýsuvíkurvegi en í ár verður keppnissvæðið stækkað og opnað á tækifæri fyrir fleiri til að njóta og taka þátt. Keppnin mun nú teygja anga sína í miðbæ Hafnarfjarðar og enda þar.

Ásbraut að Ástorgi og Strandgata að Fjarðartorgi lokaðar til norðurs

Lokun verður á götum og tafir getið orðið á umferð um keppnissvæðið frá kl. 8:00 – 16:00 þennan sunnudag þannig hægt sé að tryggja öryggi allra hlutaðeigandi. Þríþrautardagurinn hefst kl. 8 í Ásvallalaug og lýkur á Strandstíg til móts við Íþróttahúsið við Strandgötu kl. 16:00. Stýrð umferð fyrir hjólreiðar verður frá Ásvallalaug út á Krýsuvíkurveg og til baka frá 8:00 – 13:00. Ásbraut til norðurs um Ástorg og Strandgata til norðurs að Fjarðartorgi verða lokaðar frá kl. 10:15 – 13:15. Skiptistöð af hjóli í hlaup verður á bílastæði við Hafnarfjarðarkirkju þar sem hluti af stæði verður lagður undir keppnina. Hlaupahluti Þríþrautardags mun fara fram á Strandstíg og þar mun verðlaunaafhending einnig fara fram. Stígurinn verður lokaður fyrir aðra umferð frá kl. 10:20 til 16:00 á keppnisdegi.

 

 

Takmörkun á umferð og lokun gatna verður mönnuð af starfsmönnum Hafnarfjarðarbæjar og sjálfboðaliðum og starfsmönnum 3SH. Fyrirfram þakkir fyrir sýnda biðlund og tillitsemi á meðan á keppni stendur. Hvetjum ykkur til að taka virkan þátt með beinum eða óbeinum hætti með tilheyrandi hvatningu og stuðningi til þátttakenda.

Þríþrautardagurinn verður án efa sigur fyrir einhverja.
Hjálpumst að við að gera sigur þátttakenda enn sætari og eftirminnilegri :)