Fréttir
Þakkir til ykkar fyrir rétt og góð viðbrögð

14. feb. 2020

Þakkir til ykkar frá okkur, SHS og LHR

Veður er nú að ganga niður á höfuðborgarsvæðinu. Hafnarfjarðarbær tekur undir þakkir SHS og LHR og þakkar íbúum og starfsfólki fyrir að hafa farið eftir viðvörunum frá Veðurstofu, Lögreglu, Slökkviliði og öðrum viðbragðsaðilum á svæðinu. Samræmd viðbrögð allra hlutaðeigandi skipta lykilmáli þegar óvissuástandi hefur verið lýst yfir.

Hafnarfjarðarbær áréttar að:

✅ skólahald hefur verið fellt niður í allan dag
✅ frístundaheimili opna kl. 15 nema annað sé gefið út
✅ sundlaugar opna kl. 15
✅ söfn eru lokuð í dag
✅ þjónustuver og þjónustumiðstöð eru opin

Sjá upplýsingar hjá Veðurstofunni: https://www.vedur.is/