Fréttir  • DyrinIHalsaskogiSetbergsskoli

Dýrin í Hálsaskógi sýnd í Setbergsskóla

21. maí 2021

Nemendur í 4. bekk í Setbergsskóla hafa í vetur verið í leiklist og æft leikritið Dýrin í Hálsaskógi. Það þótti sérstaklega ánægjuleg og stór stund að geta boðið foreldrum og forráðamönnum að koma og horfa á afrakstur og árangur æfinga á nokkrum skipulögðum leiksýningum í vikunni. Alls voru sýningarnar fjórar. 

DyrinIHalsaskogiSetbergsskoli

Til hamingju með leiksigurinn kæru nemendur!
Flottir og duglegir nemendur sem eiga án efa eftir að vinna fleiri leikverk og sigra!