Fréttir
  • SumarstorfHafnarfjordur

Sumarstörf í boði

4. apr. 2016

Hafnarfjarðarbær leitar eftir duglegum og öflugum einstaklingum til starfa í sumar. Til umsóknar eru störf flokkstjóra, leiðbeinenda og aðstoðarleiðbeinenda  á íþrótta- og leikjanámskeiðum og í skólagörðum, störf í umhverfis- og garðyrkjuflokkum. Skilyrði fyrir ráðningu er að viðkomandi eigi lögheimili í Hafnarfirði og eru laun samkvæmt kjarasamningi Hafnarfjarðarbæjar og viðkomandi stéttarfélags.

Lágmarksaldur umsækjenda í eftirfarandi störf er 21 ár (fæddir 1995):

  • Flokksstjórar í Vinnuskóla
  • Leiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum
  • Leiðbeinendur í skólagörðum

Aldur umsækjenda í eftirfarandi störf 18-20 ára (fæddir 1996-1998):

  • Garðyrkju- og umhverfisflokka

Aldur umsækjenda í eftirfarandi störf er 17-20 ára (1996-1999):

  • Aðstoðarleiðbeinendur á íþrótta- og leikjanámskeiðum


Sótt er um sumarstörf rafrænt hér - sjá neðst

Búið er að framlengja umsóknarfrest í þessi störf til 12. apríl.  Ekki er tekið á móti umsóknum eftir þann tíma. Fyrirspurnir má senda á netfangið: vinnuskoli@hafnarfjordur.is

SKAPANDI SUMARSTÖRF

Í sumar býðst einstaklingum og hópum á aldrinum 18-20 ára að koma með hugmyndir að skapandi verkefnum í Hafnarfirði. Valdir hópar fá tækifæri til að starfa í um 8 vikur frá 1. júní til 24. júlí við að sinna verkefnum og lífga upp á mannlífið í miðbænum og gleðja ferðamenn og íbúa með alls kyns uppátækjum. Starfsfólki skapandi sumarstarfa sem rekið er sem hluti að Vinnuskóla Hafnarfjarðar er ætlað að glæða bæinn lífi, gera hann skemmtilegri, fallegri og fjölbreyttari með listrænum og skapandi uppákomum. Verkefnin þurfa að vera fjölbreytt og höfða til mismunandi aldurshópa og áhugasviða.

Auk rafrænnar umsóknar  er krafist skriflegrar umsóknar. Skila þarf inn skriflegum umsóknum til Vinnuskólans, Hrauntungu 5 eða á netfangið vinnuskoli@hafnarfjordur.is fyrir 15.apríl. Umsækjendur þurfa að vera fæddir árið 1996-1998 og hafa lögheimili í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar um SKAPANDI SUMARSTÖRF er að finna hér