Fréttir
  • IMG_5136

Sumarstörf fyrir námsmenn - opið fyrir umsóknir

28. maí 2020

Umsóknarfrestur rennur út mánudaginn 1. júní.

Opið er fyrir umsóknir um ný sumarstörf fyrir námsmenn 18 ára og eldri sem eru á milli námsanna.  Sumarstörfin eru fjölbreytt og skemmtileg, s.s. á sviði umhverfis- og framkvæmdamála, upplýsingatækni, fræðslumála, fjölskyldumála, menningarmála og heilsueflandi samfélags. 

Um er að ræða sumaratvinnuátak Hafnarfjarðarbæjar vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu í samvinnu við Vinnumálastofnun. Þá býður Vinnuskóli Hafnarfjarðar 14-17 ára unglingum bæjarins uppá skemmtilega og fræðandi sumarvinnu. Störfin eru öll auglýst á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar, www.radningar.hafnarfjordur.is, þar sem sótt er um störfin rafrænt. Nú þegar er búið að ráða í fjölmörg sumarstörf hjá Hafnarfjarðarbæ sem voru auglýst fyrr í vor en þeir sem hafa verið á biðlista eftir sumarstörfum ættu nú að hafa fengið tölvupóst þar sem þeim sem eru eldri en 18 ára er bent á að hægt er að sækja aftur um nýju störfin sem nú eru í boði.

Störfin eru öll auglýst á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar