Fréttir
 • Sumarlestur2017Mynd

Sumarlestur 2017

23. jún. 2017

Öllum krökkum sem farnir eru að lesa sjálfir er boðið að taka þátt í sumarlestri Bókasafns Hafnarfjarðar sem stendur yfir frá 1. júní til 18. ágúst.

Sumarlestur - fyrirkomulag

 1. Skráðu þig í sumarlesturinn hjá starfsfólki í afgreiðslu eða á barnadeild og fáðu lestrardagbók.
 2. Lestu einhverja fáránlega skemmtilega bók, teiknimyndasögu, hljóðbók eða tímarit.
 3. Fáðu stimipil í lestrardagbókina.
 4. Starfsfólk lætur þig fá þátttökuseðil fyrir lestrarhest vikunnar.
 5. Í rammann neðst á þátttökuseðlinum skaltu skrifa umsögn um bókina eða teikna skemmtilega mynd. 
 6. Settu seðilinn í rauða póstkassann á barnadeildinni.
 7. Vikulega í allt sumar drögum við svo út einn heppinn þátttakanda sem hlýtur titilinn lestrarhestur vikunnar og fær bókaverðlaun.
 8. Því fleiri bækur sem þú lest, því betri líkur á vinningi!
 9. Eftir 18. ágúst kemur þú svo með lestrardagbókina á bókasafnið og færð glaðning. 
 10. Allar lestrardagbækur sem berast fyrir eða á uppskeruhátíðinni 2. september verða settar í pott og dregnir verða út vinningar. 

Nánari dagskrá uppskeruhátíðar verður auglýst síðar