Fréttir
Sumarhátíð í miðbænum

30. jún. 2015

Fimmtudaginn 2. júlí milli kl. 13 og 16 verður haldin sumarhátíð í miðbænum fyrir börn og unglinga sem hafa tekið þátt í sumarstarfi í Hafnarfirði. Kl. 13 verður hafist handa við að kríta listaverk á Ráðhústorgið (ef veður leyfir) og kl. 14 hefst dagskrá á Thorsplani.

Gestir geta tekið þátt í leikjum og þrautum, listahópur Vinnuskólans, Competo jafningjafræðslan og skapandi sumarstörf standa fyrir skemmtilegum uppákomum. Yngstu gestirnir fá óvæntan glaðning og heitt verður í kolunum og grillaðar pylsur.

Strandgatan og hluti Linnetstígs verða lokuð fyrir bílaumferð á meðan hátíðinni stendur kl. 12:30-16.