Fréttir
  • Söguganga um vesturbæinn

Sumargöngur - Óskað eftir hugmyndum

13. feb. 2020

Gengur þú með hugmynd að sumargöngu í maganum?
Alla fimmtudaga í sumar verða gengnar menningar- og heilsugöngur um Hafnarfjörð þar sem íbúar og gestir fá að heyra áhugaverðan fróðleik um bæinn og fá tækifæri til heilsubótar. Hátt í þúsund manns tóku virkan þátt í göngunum síðasta sumar.
Dagskrá sumarsins er nú í undirbúningi og við leitum til bæjarbúa eftir hugmyndum að spennandi göngum. Sendu okkur þína hugmynd á menning@hafnarfjordur.is eða á Facebook síðu Hafnarfjarðarbæjar.
Menningar- og heilsugöngurnar eru samstarfsverkefni Hafnarborgar, Byggðasafns Hafnarfjarðar, Bókasafns Hafnarfjarðar og heilsubæjarins Hafnarfjarðar. Fyrsta ganga sumarsins verður farin fimmtudaginn 4. júní.