Fréttir
  • Suðurbæjarlaug

Suðurbæjarlaug lokuð vegna viðhaldsframkvæmda

16. sep. 2019

Sundlaugarsvæði Suðurbæjarlaugar verður lokað frá og með mánudeginum 16. september til og með föstudeginum 20.september vegna viðhaldsframkvæmda.  Tekur þetta til allra lauga og klefa á svæðinu. Gym H líkamsræktin í lauginni verður opin á þessu tímabili.

Við þökkum sýndan skilning og bendum á að Ásvallalaug er opin alla virka daga og um helgar og Sundhöll Hafnarfjarðar alla virka daga.