Fréttir
  • Suðurbæjarlaug

Suðurbæjarlaug lokuð um helgina

20. sep. 2019

Sundlaugarsvæði Suðurbæjarlaugar verður lokað um helgina. Viðhaldsframkvæmdum, sem staðið hafa yfir alla vikuna, hefur seinkað og er ráðgert að laugin opni að nýju mánudaginn 23. september. Tekur þetta til allra lauga og klefa á svæðinu. 

Við þökkum sýndan skilning og bendum á að Ásvallalaugin er opin alla helgina. Föstudag frá kl. 6:30 - 20:00, laugardag frá kl. 08:00 - 18:00 og sunnudag 08:00 - 17:00.

Sjáumst í Ásvallalaug!