Fréttir
  • Suðurbæjarlaug

Suðurbæjarlaug lokar í nokkrar vikur

17. júl. 2020

Í sumar hafa staðið yfir viðhaldsframkvæmdir á þaki byggingarinnar í Suðurbæjarlaug. Tekist hefur að halda útisvæði laugarinnar opnu þrátt fyrir framkvæmdirnar. Gestir hafa sýnt ástandinu skilning og aðsóknin verið framar vonum í sumar.

Nú er svo komið að frá og með næsta mánudegi, 20. júlí, verður nauðsynlegt að loka lauginni í nokkrar vikur af öryggis- og hreinlætisástæðum. 

Reynt verður eftir fremsta megni að hafa laugina opna einhverja daga þegar aðstæður leyfa og verða þær opnanir auglýstar sérstaklega á vef bæjarins og samfélagsmiðlum. Tekið skal fram að Gym H líkamsræktarstöð í kjallara laugarinnar verður opin á þessu tímabili.

Til að koma til móts við gesti Suðurbæjarlaugar verður Sundhöll Hafnarfjarðar opin um helgar og hætt verður verður við sumarlokun laugarinnar frá 27. júlí - 7. ágúst. Ásvallalaug verður áfram með óbreyttan opnunartíma.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þessi lokun veldur hjá gestum laugarinnar og vonum við að þeir geti nýtt sér aðrar sundlaugar bæjarins meðan þetta ástand varir.