Fréttir
Styrkir bæjarráðs - fyrri úthlutun 2020

13. feb. 2020

Bæjarráð veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum eða einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröð sveitarfélagsins. Úthlutun styrkja fer fram tvisvar á ári og nú er komið að fyrri úthlutun ársins í ár. Umsóknarfrestur er til 20. mars 2020.

Umsækjendur verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Til dæmis með fastri búsetu einstaklinga, með því að viðburðurinn eða verkefnið sem styrkt er fari fram í Hafnarfirði og/eða feli í sér kynningu á einhverju sem viðkemur sveitarfélaginu. Stofnun, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar geta aðeins sótt um einu sinni á ári og eru viðburðir eða verkefni ekki styrkt eftir á.

Hér má finna reglur um styrkveitingar

Umsóknum skal skilað með rafrænum hætti í gegnum Mínar síður: Vefumsókn um styrk til bæjarráðs. Auk almennra þátta skal eftirfarandi koma fram í umsókn:

  • Markmið, lýsing og tilefni umsóknar
  • Styrkupphæð
  • Tíma- og verkáætlun
  • Önnur fjármögnun
  • Kostnaðaráætlun

Fyrirspurnir og nánari upplýsingar er hægt að senda á netfangið: audur@hafnarfjordur.is

Aðstoð við skráningu er hægt að fá í þjónustuveri bæjarins 585-5500 eða í gegnum netspjall á vef bæjarins - sjá neðst á síðu.