Fréttir
Stuðningur við starfsfólk í leikskólanám

24. ágú. 2015

Í dag voru undirritaðir samningar við starfsfólk í leikskólum bæjarins sem fær námsstyrk frá Hafnarfjarðarbæ til að stunda nám í leikskólakennarafræðum.

23 starfsmenn leikskólanna hafa fengið námsstyrk til að stunda nám í leikskólafræðum, ýmist til grunnnáms eða meistaranáms. Þeir fá stuðning til þess að sækja kennslu á dagvinnutíma og fá þannig leyfi frá störfum í leikskólunum á fullum launum.

Markmiðið með námsstuðningi við starfsfólk leikskólanna er að fá fleiri leikskólakennara til starfa.

Myndin með fréttinni var tekin við undirritun samninganna í dag, en hluti styrkþegar var viðstaddur hana, ásamt fulltrúum leikskólastjórnenda og starfsfólks Skólaskrifstofu.