Fréttir
  • Hfj-19-07-09-16943

Starf í leikskólum frá 4. maí

30. apr. 2020

<<English below>> Pre-school activities as of 4 May.

Mánudaginn 4. maí hefst venjubundið leikskólastarf í leikskólum Hafnarfjarðar að nýju, líkt og fyrir samkomubann. Þá mæta öll börn í sinn leikskóla á hefðbundnum vistunartíma.

Allir virði 2ja metra nándarreglu á leikskólasvæði

Það sem foreldrar þurfa sérstaklega að athuga er að aðgangur fullorðinna verður takmarkaður um leikskólana og biðjum við foreldra um að virða 2ja metra nándarregluna þegar verið er að koma og sækja börnin. Hefðbundið er að halda sumarhátíð og útskriftarhátíð í maí/júní í leikskólunum en nánari upplýsingar veita skólastjórnendur í hverjum skóla. Hefðbundin skólaþjónusta hefst einnig að nýju, t.d. teymisvinna, greiningar og ráðgjöf sálfræðinga, talmeinafræðinga og sérkennsluráðgjafa og önnur þjónusta eins og við á. Starfsdagur verður haldinn í öllum leikskólum Hafnarfjarðar þann 29. maí n.k. að undanskildum leikskólanum Hlíðarenda en sá dagur verður þann 20. maí, en opið verður þann 29. maí. 

Samstarf um að viðhalda árangri! Þakkir fyrir jákvæði og gott samstarf hingað til!

Með þessum breytingum sem nú taka gildi skiptir miklu að allir taka virkan þátt í að viðhalda þeim árangri sem hefur náðst í að stöðva kórónuveirufaraldurinn. Við þökkum ykkur jákvæðni gagnvart þeim takmörkunum sem þurfti að setja á skólastarfið í mars og vonumst nú til að þessi breyting yfir í eðlilegt skólastarf komi til með að vera. 

------------------------------------------------------

In English

Pre-school activities as of 4 May

Normal pre-school operations, as they were before the ban on gatherings, will begin again in Hafnarfjörður on 4 May. All children will attend their pre-school according to their normal schedule.

As regards parents, the access of adults to the pre-schools will be limited, and we therefore ask parents to respect the two-metre distance rule when fetching their children. The pre-schools normally hold a summer and graduation festival in May/June. School principals in each pre-school will be sending a notification of the arrangements thereto in the near future.

A staff planning day will be held in all the pre-schools in Hafnarfjörður on 29 May 2020, with the exception of the Hlíðarendi pre-school, which will hold its planning day on 20 May and will be open on 29 May. Normal school services, such as team-based approaches, diagnoses and the services of psychologists, speech therapists and special education consultants, etc., will also be resumed as appropriate.

With the changes now coming into effect, it is important that everyone take an active part in maintaining the good results that have been achieved in halting the coronavirus pandemic. We thank you for your understanding and positive outlook as regards the limits that needed to be set in March and hope that the return to normal pre-school operations will continue in the future.