Fréttir
  • Sumarstarf2016

Skráningu lýkur 1. júlí

27. jún. 2016

Frístundaheimili fyrir börn í 1.-4. bekk starfa við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að kennslu lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára. Frístundaheimilin eru opin eftir að kennslu lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi en sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum.

Foreldrar geta valið um fjölda daga sem þeir kaupa fyrir barnið.
Síðdegishressing er innifalin í gjaldinu.

Skráning er á Mínum síðumá hafnarfjordur.is og skal fara fram fyrir 1. júlí fyrir haustönn 2016.  Önnin telur frá ágúst til og með desember. Nánari upplýsingar um þjónustuna er að finna hér fyrir neðan: