Fréttir
  • SkraningFristundaheimili

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020

9. maí 2019

Skráningar á frístundaheimili veturinn 2019-2020 hefjast á Sumardaginn fyrsta, þann 25. apríl og lýkur 15. júní. Frístundaheimilin eru hugsuð fyrir börn í 1.-4. bekk við alla grunnskóla í Hafnarfirði. Skráning fer fram á MÍNUM SÍÐUM 

Frístundaheimilin eru opin eftir að skóla lýkur til kl. 17 alla virka daga. Opið er á skipulagsdögum og virka daga í páska- og jólafríi. Sækja þarf sérstaklega um vistun á þessum dögum. Nánari upplýsingar varðandi umsóknir um þessa daga eru sendar til foreldra áður en að þeim kemur. Frístundaheimilin eru lokuð alla rauða almanaksdaga og í vetrarfríi skólanna. Hlutverk frístundaheimila er að bjóða upp á fjölbreytt tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur á aldrinum 6-9 ára.

Nánari upplýsingar er að finna HÉR