Fréttir
Skipulagsbreytingar við Suðurgötu 40-44

21. nóv. 2017

Þann 27. nóvember næstkomandi verður kynningarfundurþar sem kynnt verður tillaga að breytingum við Suðurgötu. Tillagan nær til lóðanna við Suðurgötu 40 – 44.

Fundurinn verður haldinn í Hafnarborg og hefst kl.17. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í um 1,5 klst.

Á fundinum munu arkitektar kynna tillögu að breytingum viðlóðirnar og skipulagsfulltrúi ásamt starfsmönnum verða við svörum. Íbúar og aðrir áhugasamir eru hvattir til að mæta á fundinn.

Verklýsing aðalskipulagsbreytinga við Suðurgötu

Umhverfis- og skipulagsþjónusta Hafnarfjarðar.

Skipulagsfulltrúi.