Fréttir
Skipulagsbreytingar

28. des. 2018

Aðalskipulagsbreyting vegna landnotkunarflokks  H (hafnarsvæði) og deiliskipulagsbreyting að Fornubúðum 5.

Á fundi Bæjarstjórnar Hafnarfjarðar þann 12 des. s.l. var samþykkt  breyting aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 er varðar landnotkunarflokk H (hafnarsvæði) og deiliskipulag lóðarinnar  að Fornubúðum 5. 

Athugasemdir bárust og hefur þeim, sem gerðu athugasemdir verið send umsögn sveitarstjórnar. Breytingin verður birt í B- deild Stjórnartíðinda. Hægt er að kæra samþykkt sveitarstjórnar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Kærufrestur er einn mánuður frá birtingu auglýsingar um gildistöku skipulagsbreytinganna í B-deild Stjórnartíðinda.