Fréttir
Sérstakur húsnæðisstuðningur

17. ágú. 2017

Fjölskylduráð Hafnarfjarðar samþykkti eftirfarandi breytingartillögu á fundi sínum þann 12. maí sl.: Fjölskylduráð leggur til að 5. gr. reglna um félagslegt húsnæði og sérstakar húsaleigubætur falli niður. Einnig er lögð til breyting á 4.gr. reglnanna þannig að stuðullinn hækki úr 700 kr. í 900 kr. Breytingin gildir frá 1. janúar 2017. Málinu var vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar sem samþykkti í kjölfarið þessa breytingu. Leiðréttingin verður greidd 18. ágúst.