FréttirFréttir

Sandur í boði fyrir íbúa

5. nóv. 2018

Það er brostið á með snjó og hálku og því gott að allir detti í þann gírinn að græja sig vel fyrir veturinn. Nokkur hálka hefur verið að myndast á götum, göngustígum og bílaplönum út um allan bæ síðustu daga og ljóst að snjór og hálka færist í aukana næstu vikur og mánuði. Þjónustumiðstöð Hafnarfjarðarbæjar er á vakt nánast allan sólarhringinn við söltun og söndun en það dugar ekki í öllum tilfellum til.  

Nánari upplýsingar um hálkuvarnir og snjómokstur, fyrirkomulag og forgang leiða er að finna HÉR

Sandur er aðgengilegur að Norðurhellu 2


Íbúum í Hafnarfirði stendur sem fyrr til boða að nálgast sand við Þjónustumiðstöðina að Norðurhellu 2. Sú breyting hefur orðið að íbúar þurfa nú sjálfir að koma með ílát (margnota poka, fötur, bala) undir sandinn. Síðustu ár hafa plastpokar og skóflur verið á staðnum en eftirleiðis verður bara sandur og skófla. Talar þessi breyting í takt við yfirlýsta stefnu Hafnarfjarðarbæjar í umhverfismálum um m.a. minni plastnotkun.

Við hvetjum íbúa til að vera meðvitaða um nærumhverfi sitt og aðstoða við söndun þannig að tryggja megi öryggi allra.