Fréttir
  • IMG_8306

Samningur við Sambo 80

30. okt. 2019

Undirritaður hefur verið samningur til tveggja ára við nýtt íþróttafélag sem kallast Sambo 80. Hafnarfjarðarbær leggur félaginu til aðstöðu í gömlu slökkvistöðinni, á annarri hæð þar sem skrifstofur slökkviliðsins voru. Sambo 80 skuldbindur sig til að skipuleggja námskeið og kynna íþróttina fyrir börnum, ungmennum og fullorðnum. 

IMG_8315

Sambo er bland af sjálfsvarnaríþrótt og bardagaíþrótt sem rekur uppruna sinn til Rússlands. Íþróttin minnir á margan hátt á júdó og fer fram á dýnu. Sambo 80 hefur þegar farið af stað með kynningar og æfingar til grunnskóla bæjarins og þannig hafa yngstu árgangarnir fengið tækifæri til að læra sjálfsvörn. Á sama tíma eflir íþróttin krakkana bæði líkamlega og andlega.  Markmið Hafnarfjarðarbæjar með samstarfsamningum er að auka framboð og aðgengi að íþróttum og tómstundum fyrir íbúa og er þessi grein góð viðbót við þá íþróttaflóru sem þegar er til staðar í Hafnarfirði. 

Hægt er að nálgast samning hér undir lið 6