Fréttir
Samgönguásar borgarlínu

1. jún. 2017

 

Lögð er fram til forkynningar vinnslutillaga vegna breytinga á svæðisskipulaginu Höfuðborgarsvæðið 2040 sbr. 2. mgr. 23. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillagan felst í að festa legu samgönguása fyrir Borgarlínu og að skilgreina viðmið um uppbyggingu á áhrifasvæðum.

Lögð er fram til kynningar vinnslutillögur vegna breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar 2004-2016, Hafnarfjarðar 2013-2025, Kópavogsbæjar 2012-2024, Mosfellsbæjar 2011-2030, Reykjavíkurborgar 2010-2016 og Seltjarnarnesbæjar 2015-2033 sbr. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Vinnslutillögurnar felast í að staðsetja legu Borgarlínu, helstu stöðva og skilgreina heimildir til uppbygginga á áhrifasvæðum.

 

Hægt er að kynna sér vinnslutillögu vegna breytinga á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 undir skipulag í kynningu.

 

Sameiginlegur kynningarfundur verður haldin miðvikudaginn 7. júní kl. 15:00 í Salnum Kópavogi, Hamraborg 6.

Nánari upplýsingar á ssh.is

Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við drög að svæðis- og aðalskipulagsbreytingum er til og með 20. júní 2017. Athugasemdir og ábendingar verða að vera skriflegar og þurfa að berast skrifstofu SSH eða á skrifstofu viðkomandi sveitarfélags.