Fréttir  • Hlidarberg

Róló á leikskólanum Hlíðarbergi

11. júl. 2018

Í sumar verður starfræktur gæsluvöllurinn Róló á leikskólanum Hlíðarbergi, Hlíðarbergi 3, í sumarfríi leikskólanna frá 11. júlí til og með 3. ágúst.

Opnunartími er frá kl. 9.00-12.00 og 13.00-16.00 (lokað í hádeginu). Róló er ætlaður börnum á aldrinum 2-6 ára. Börnin verða að vera klædd eftir veðri og með aukaföt. Athugið að lítil aðstaða til inniveru er önnur en sú að nota salerni og til að geyma töskur/poka.

Í boði eru tvennskonar klippikort á Róló.
5 skipta klippikort - 1.100 kr.
10 skipta klippikort - 2.000 kr.

Hægt er að kaupa klippikortin á mínum síðum á http://www.hafnarfjordur.is - skráning á sumarnámskeið 2018. Á „Mínum síðum“ er hægt að greiða með bæði debet- og kreditkorti.

Hægt er að nýta kort sem keypt voru 2017 og voru ekki kláruð í fyrra en þau liggja núna hjá starfsfólki Róló. Þá mega foreldrar/forráðamenn koma með barnið og starfsmenn taka niður upplýsingar um barnið og forráðamenn á staðnum.