Fréttir
Rekstur veitingasölu í Hafnarborg

19. jan. 2018

Óskað er eftir tilboðum í leigu á veitingarými  í Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð Hafnarfjarðar að Strandgötu 34, Hafnarfirði.

Veitingaaðstaðan býður upp á ýmsa möguleika, aðstaðan hefur sérstakan inngang og er rýmið aðskilið frá annarri starfsemi Hafnarborgar. Vinnuaðstaðan býður upp á framreiðslu á kaffiveitingum og léttum málsverðum.

Gert er ráð fyrir að nýr rekstraraðili taki til starfa sem fyrst.

Allar frekari upplýsingar um þetta verkefni veitir forstöðumaður Hafnarborgar Ágústa Kristófersdóttir í síma 585-5790

Áhugasamir skili tillögum fyrir 5. febrúar í Hafnarborg eða Þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar. Áætlað er að ákvörðun um val á samstarfsaðila liggi fyrir í mars 2018.

Rýmið verður opið til skoðunar miðvikudaginn 24. janúar milli 13 og 15.