Fréttir
  • RafraenBirting-skjala

Rafræn birting greiðsluseðla – nýtt fyrirkomulag

1. júl. 2020

Allir greiðsluseðlar frá Hafnarfjarðarbæ verða frá og með 1. ágúst nk. eingöngu birtir rafrænt. Seðlarnir verða aðgengilegir undir netyfirliti / rafrænum skjölum í netbanka. Samhliða birtingu seðlanna stofnast krafa í netbanka.

Frá 1. ágúst mun Hafnarfjarðarbær færa alla greiðsluseðla sveitarfélagsins á rafrænt form og þar með hætta prentun reikninga. Fyrst og fremst er ákvörðun tekin út frá umhverfissjónarmiði en nýtt fyrirkomulag er jafnframt til þess fallið að auka hraða og áreiðanleika þjónustunnar. Við þökkum íbúum og öllum þeim sem fá greiðsluseðla frá sveitarfélaginu fyrir sýndan skilning.