Fréttir
  • HafnarfjordurAslandid

Rafmagnsleysi aðfaranótt fimmtudags 25. júlí

23. júl. 2019

Rafmagnsleysi verður á öllu veitusvæði HS Veitna innan Hafnarfjarðabæjar og hluta Garðabæjar aðfaranótt fimmtudagsins 25.júlí - ATH breytt tímasetning


HSVeiturBilun23Juli2019Rafmagnslaust verður á öllu veitusvæði HS Veitna í Hafnarfirði og hluta Garðabæjar aðfaranótt fimmtudags frá kl. 1:00-2:00. Þörf er á rafmagnsleysi til þess að taka 132 kV háspennustreng HF1 frá Landsneti aftur í rekstur.  Um er að ræða framkvæmdir vegna breikkunar Reykjanesbrautar í Hafnarfirði. 


(Uppfært 22.7, klukkan 15:05)

Fresta þurfti verkinu frá aðfaranótt þriðjudagsins 23. fram á aðfaranótt fimmtudags, vegna ástæðna sem HS Veitur ráða ekki við, þar sem verkið krefst þess að mörg veitufyrirtæki verði tilbúin með sína verkliði samtímis.