Fréttir
  • IMG_0594

Rafmagnsleysi í Hafnarfirði

20. mar. 2019

Rafmagnslaust er þessa stundina á Völlunum í Hafnarfirði og að hluta á Holtinu og í Áslandi. Samkvæmt upplýsingum frá Landsneti þá varð útleysing á 11 kV útgangi SP2 í Hamranesi sem olli rafmagnsleysi á þessum stöðum. Líkleg orsök útleysingar er að grafið hafi verið í jarðstreng. Unnið er að viðgerðum.